Sunday 10. August 2014, 13:45
Tíunda Olísmótinu lokið

Nú fyrir skömmu lauk 10. Olísmótinu á JÁVERK-vellinum á Selfossi.

Knattspyrnudeild Selfoss vill koma á framfæri þakklæti sínu til keppenda, þjálfara, liðstjóra og foreldra allra liða á mótinu. Strákarnir voru til fyrirmyndar jafnt innan vallar sem utan og verðugir fulltrúar sinna félaga. Takk fyrir þátttökuna.

Einnig viljum við koma á framfæri þakklæti til vallarstarfsmanna, dómara, sjálfboðaliða og foreldra á mótinu. Ykkar framlag er ómetanlegt og er ein helsta ástæða þess að við getum haldið mótið með þeim glæsibrag og myndarleika sem raunin er. Takk fyrir aðstoðina.

Allt hjálpast þetta að og eftir situr eftirminnileg helgi á Selfossi þar sem fléttast saman keppni, vinátta og góðar minningar. Einstök úrslit, skot, mörk, sigrar og töp líða hjá en eftir situr minningin um frábært mót.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur á Olísmótinu að ári. Sjáumst á Selfossi 7.-9. ágúst 2015.

Takk fyrir okkur.

Sunday 10. August 2014, 13:34
Öll úrslit komin á vefinn

Öll úrslit Olísmótsins eru komin á vefinn.

Úrslit Olísmótsins

Sunday 10. August 2014, 12:57
Seinustu úrslit – Nýjar myndir

Nú eru seinustu úrslit að detta í hús og verður úrslitasíðan uppfærð reglulega allt þar til lokaflautið gellur og sú feita hefur upp raust sína.

Minnum á að verðlaunaafhending hefst kl. 13:15 á aðalvellinu og nokkrar nýjar myndir eru komnar á fésbókarsíðu Ungmennnafélags Selfoss.

Sunday 10. August 2014, 12:14
Óskilamunir – Hundur í óskilum

Óskilamunir af mótinu er annars vegar í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss (þar sem sjoppan er) og hins vegar í Vallaskóla (þar sem gistingin er).

Í Tíbrá er m.a. hundur í óskilum en mynd af honum er á fésbókarsíðu Ungmennafélags Selfoss.

Eftir helgi er hægt að spyrjast fyrir um óskilamuni á skrifstofu Umf. Selfoss í síma 482-2477.

Sunday 10. August 2014, 12:11
Verðlaunaafhendingin

Verðlaunaafhendingin hefst kl. 13:15 á aðalvellinum.

Sunday 10. August 2014, 09:40
Lokadagur mótsins – Spennan í hámarki

Þá er keppni hafin á lokadegi Olísmótsins en mótið hefur gengið eins og í sögu hingað til. Gærdagurinn var frábær þar sem strákarnir léku þrjá leiki í sól og blíðu á iðagrænu grasinu á JÁVERK-vellinum á Selfossi.

Auk þess að leika knattspyrnu fóru strákarnir í Selfossbíó og snæddu ljúfengan mat frá Ole Olsen og Guðrúnu Jónu í Veisluþjónustu Suðurlands. Dagurinn endaði svo á skemmtilegri kvöldvöku með Ingó veðurguð og glæsilegri flugeldasýningu og sléttusöng sem er hluti af bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi.

Við vekjum athygli á að nokkrar myndir af mótinu má finna á fésbókarsíðu Ungmennafélags Selfoss.

Saturday 9. August 2014, 18:28
Öllum leikjum lokið í dag

Núna eru öllum leikjum dagsins lokið og öll úrslit dagsins komin inn á netið.

Í kvöld kl: 20.00 er kvöldvaka með Ingó í íþróttahúsinu Vallaskóla.

Síðan minnum við á þjálfara og farastjórafundinn í Tryggvaskóla kl: 21.30

Saturday 9. August 2014, 13:08
Úrslit dagsins

Núna eru öll úrslit úr þeim leikjum sem hafa verið spilaðir í riðlakeppninni kominn hér inn á síðuna undir LEIKIR/ÚRSLIT

Saturday 9. August 2014, 11:27
Sól og blíða í dag!

Fyrstu leikir í riðlakeppninni hófust í morgun kl: 9.00 í blíðunni á Selfossi. Riðlakeppninni lýkur kl: 18.00.

Öll lið fara í Bíó í Selfossbíói í dag.

Kl: 20 er kvöldvaka með Ingó í Íþróttahúsinu Vallaskóla.

Kl: 21.30 er svo farastjóra og þjálfarafundur í Tryggvaskóla.

Hér er hægt að sjá dagskrá mótsins

Friday 8. August 2014, 20:07
Leikjaplan fyrir laugardag og sunnudag

Búð er að raða í riðla fyrir riðlakeppnina sem spiluð er laugardag og sunnudag.

Hér má sjá alla leiki laugardag og sunnudag

 

Next »