Sunday 9. August 2015, 14:30
11. Olísmótinu lokið

Þá er 11. Olísmótinu lokið á Selfossi. Verðlaunaafhending fór fram á JÁVERK-vellinum þar sem efstu þrjú liðin í hverum riðli fengu verðlaunapeninga.

Eftirtalin lið urðu sigurvegarar í sínum riðli.
A-lið riðill 1: Valur
A-lið riðill 2: Þór
B-lið riðill 1: Hamar/Ægir
B-lið riðill 2: Þór
C-lið riðill 1: Grindavík
C-lið riðill 2: Þór
D-lið riðill 1: ÍR
D-lið riðill 2: Hamar/Ægir

HK sigraði í bikarkeppni A-liða og Grótta fékk háttvísiverðlaun KSÍ.

Knattspyrnudeild Selfoss vill koma á framfæri þakklæti sínu til keppenda, þjálfara, liðstjóra og foreldra allra liða á mótinu. Strákarnir voru til fyrirmyndar jafnt innan vallar sem utan og verðugir fulltrúar sinna félaga. Takk fyrir þátttökuna.

Einnig viljum við koma á framfæri þakklæti til vallarstarfsmanna, dómara, sjálfboðaliða og foreldra á mótinu. Ykkar framlag er ómetanlegt og er ein helsta ástæða þess að við getum haldið mótið með þeim glæsibrag og myndarleika sem raunin er. Takk fyrir aðstoðina.

Allt hjálpast þetta að og eftir situr eftirminnileg helgi á Selfossi þar sem fléttast saman keppni, vinátta og góðar minningar. Einstök úrslit, skot, mörk, sigrar og töp líða hjá en eftir situr minningin um frábært mót.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur á Olísmótinu að ári. Sjáumst á Selfossi 5.-7. ágúst 2016.

Takk fyrir okkur og sjáumst að ári!

Sunday 9. August 2015, 12:45
Verðlaunaafhending

Verðlaunaafhendingin hefst kl. 14:15 á JÁVERK-vellinum.

Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í öllum riðlum í öllum flokkum. Einnig verða krýnir bikarmeistarar A-liða og veitt viðurkenning KSÍ fyrir heiðarlega framkomu á mótinu.

Sunday 9. August 2015, 12:40
Úrslitaleikur í bikarkeppni

Það verða HK og Þór sem leika til úrslita í bikarkeppni A-liða. Leikurinn fer fram á velli 1 á JÁVERK-vellinum og hefst kl. 13:20.

Sunday 9. August 2015, 11:39
Myndir af Olísmótinu

Ljósmyndari frá Sporthero.is er búinn að vera á svæðinu alla helgina og smella myndum af drengjunum okkar. Myndirnar koma inn á morgun mánudag.

Sunday 9. August 2015, 10:06
Keppni hafin á sunnudegi

Velkomin á fætur kæru mótsgestir. Nú er keppni á sunnudeginum farin í gang og framundan er æsispennandi keppni allt fram í seinasta leik.

Strákarnir voru hressir í morgunverðinum og fullir tilhlökkunar að reima á sig skóna.

Hvetjum foreldra og þjálfara til að vera dugleg að hvetja sitt lið, fagna því jákvæða og styðja við þegar hlutirnir ganga ekki eins og lagt var upp með. Byggjum upp góðar minningar af skemmtilegu móti.

Sunday 9. August 2015, 09:03
Bílastæði á Olísmótinu

Á sunnudegi lendum við iðulega í því að bílastæðin við JÁVERK-völlinn fyllast. Við viljum því benda foreldrum á að nýta bílastæðin við Fjölbrautaskóla Suðurlands en þau eru við hliðina á gervigrasvellinum á JÁVERK-vellinum.

Saturday 8. August 2015, 21:09
Leikir í 8-liða úrslitum í bikarkeppni A-liða

Á kvöldvökunni var dregið í 8-liða úrslit í bikarkeppni A-liða á Olísmótinu.

Á velli 1 kl: 10.00 spila: Gestalið og Selfoss
Á velli 2 kl: 10.00 spila: HK og Valur
Á velli 7 kl: 10.00 spila: Grótta og Þór
Á velli 8 kl: 10.00 spila: Keflavík og Álftanes

Undanúrslit og jafningjaleikir verða spilaðir kl: 12.00 á völlum 1, 2, 7 og 8.

Úrslitaleikur verður spilaður kl: 13.20 á velli 1.

Saturday 8. August 2015, 18:28
Úrslit laugardagsins – Kvöldvakan framundan

Þá er keppni lokið á Olísmótinu í dag og öll úrslit dagsins eru komin á heimasíðuna undir leikir og úrslit. Mótið gekk vel fyrir sig í dag og kunnum við keppendum, þjálfurum og foreldrum bestu þakkir fyrir daginn.

Keppni A-liða lauk í dag þar sem Valsmenn stóðu upp sem sigurvegarar í riðli 1 eftir æsispennandi keppni og Þórsarar unnu riðil 2 sömuleiðis eftir hörkuspennandi leiki.

Kvöldmatur er nú hafinn í Vallaskóla og kvöldvakan hefst í íþróttahúsi Vallaskóla á slaginu 20:00. DJ Sveppz og BMX bros mæta á svæðið með tryllt og tjúnuð atriði.

Fararstjóra- og þjálfarafundur verður haldinn í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, strax að lokinni kvöldvöku. Reiknum með að byrja kl. 21:15.

Takk fyrir daginn og sjáumst hress á JÁVERK-vellinum á morgun.

Saturday 8. August 2015, 16:23
Morgunmatur á sunnudegi

Við viljum vekja athygli fólks á því að morgunmatur á sunnudegi hefst kl. 8:00 en ekki kl. 7:30 eins og kemur fram í dagskrá mótsins.

Saturday 8. August 2015, 15:32
Liðsmyndataka í stúkunni

Liðsmyndataka á Olísmótinu er í fullum gangi í stúkunni.

Hvetjum forráðamenn lið til að kíkja í stúkuna á milli leikja til að smella af mynd.

Next »